Evrópusambandið og Noregur hafa náð samkomulagi um að ef og þegar samningar nást við Ísland og Færeyjar um makrílkvóta skuli Noregur “láta af hendi” 1% fyrir hver 2,14% sem ESB “lætur frá sér”.
Þetta er haft eftir foringja norsku samninganefndarinnar í norska blaðinu VG.
Síðast þegar nefndar voru tölur í samningaviðræðunum kváðust ESB og Noregur vera tilbúin að samþykkja að Ísland og Færeyjar fengju samanlagt 14% kvótans.