Noregur og Evrópusambandið náðu samkomulagi í gærkveldi um skiptingu á kvóta í norsk-íslenskri síld og kolmunna fyrir næsta ár. Þetta kemur fram á vef samtaka norskra útvegsmanna.
Samkomulagið felur í sér að Noregur má veiða 243.495 tonn af kolmunna árið 2016, þar af tæp 150 þúsund tonn í lögsögu ESB. Þar að auki fær Noregur 50 þúsund tonn af kolmunna í lögsögu ESB í gegnum tvíhliða fiskveiðisamning við ESB.
Kvóti Norðmanna í norsk-íslenskri síld verður 193.294 tonn árið 2016.
Samkvæmt samkomulaginu mega ESB-ríki veiða 321.570 tonn af kolmunna og 20.629 tonn af norsk-íslenskri síld á árinu 2016.