Undirritaður hefur verið samningur milli Noregs og Evrópusambandsins um kvóta og veiðar í Norðursjó.
Samkvæmt honum verður þorskkvótinn í Norðursjó samtals 29.189 tonn, þar af fá Norðmenn 4.962 tonn í sinn hlut eða 17%.
Kvóti Norðursjávarsíldar verður 445.329 tonn og koma 129.145 tonn í hlut Noregs sem er 29%.
Ufsakvótinn er í heild 66.000 tonn, þar af fá norsk skip 34.323 tonn eða 50%.