„Ég harma að Noregur og Evrópusambandið skulu ekki heldur að þessu sinni hafa náð samkomulagi,“ segir Elisabet Aspaker sjávarútvegsráðherra Noregs í frétt á heimasíðu ráðuneytis síns.
Hún bendir á að samkomulag hefði átt að liggja fyrir um síðustu áramót en ESB hefði frestað bæði því og öðru samningsferli.
Samninganefndir Noregs og ESB héldu fund í Björgvin frá þriðjudegi til föstudags í síðustu viku um kvóta í Norðursjó og Skagerak ásamt því að fjalla um gagnkvæmar veiðiheimildir í lögsögum ríkjanna fyrir árið 2014.
Í frétt norska sjávarútvegsráðuneytisins segir að þrátt fyrir að lítið hafi skort upp á samkomulag um stjórn veiðanna 2014 hafi ekki verið mögulegt að ná samkomulagi.
Þessi samningamál eru því í uppnámi rétt eins og samningar um makrílinn, komunnann og norsk-íslensku síldina.