Met hefur verið slegið í síldveiðum í norskri lögsögu að minnsta kost í seinni tíð að því er fram kemur á vef samtaka norskra útvegsmanna.
Norsk og erlend skip hafa til samans veitt 520 þúsund tonn af norsk-íslenskri síld í lögsögunni. Þar af hafa 440 þúsund tonn farið í manneldisvinnslu og meðalverðið á kíló er 2,21 króna norsk. (47,3 ísl. kr.) Meðalverð á síld sem landað hefur verið til bræðslu er 2,00 krónur norskar.
Til þessa hafa verið veidd um 502 þúsund tonn af norsk-íslenskri síld af norska kvótanum sem er alls 894.630 tonn í ár. Nótaskipin eiga eftir að veiða 317 þúsund tonn, eða næstum 70% af heildarkvóta sínum. Trollskipin eiga eftir 41 þúsund tonn af sínum kvóta.