Aflaverðmæti nýafstaðinnar loðnuvertíðar í Noregi nam um 480 milljónum norskra króna eða jafnvirði 10,3 milljarða íslenskra, samkvæmt mati norsku síldarsölusamtakanna. Alls var norskum skipum leyft að veiða 245 þúsund tonn í Barentshafi.

Meðalverð á loðnu til skipanna var 1,97 norskar kr/kg eða jafnvirði 43 íslenskra króna. Meðalverð á loðnu til manneldisvinnslu var 2,09 norskar kr/kg eða 45 ísl. kr. Síðustu vikuna hækkaði verðið verulega og komst verðið yfir 3 norskar kr/kg eða 65 ísl. kr.