Síldarsamlagið norska og kaupendur uppsjávarfisks hafa komist að samkomulagi um lágmarksverð á loðnu til manneldisvinnslu og verð á kolmunna.
Fyrir loðnu til manneldisvinnslu er lágmarksverð sem fyrr 1,80 krónur norskar á kíló, 37,8 krónur íslenskar. Nýtt lágmarksverð fyrir kolmunna hækkar úr 1,45 norskum krónum á kílóið í 1,80 krónur.
Þessi verð gilda frá og með 31. janúar.