Eitt af stærstu verkefnum norsku ríkisstjórnarinnar, fríverslunarsamningurinn við Kína, kann að vera í hættu vegna ákvörðunar norsku Nóbelsverðlaunanefndarinnar um að veita kínverskum andófsmanni friðarverðlaun Nóbels.
Aftenposten skýrir frá því að kínverskir embættismenn hafi nú frestað næsta fundi um viðræður um samninginn sem fram áttu að fara í byrjun næsta ár. Fríverslun við Kína er gríðarlegt hagsmunamál fyrir norskar útflutningsgreinar, ekki síst sjávarútveg.