Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur langt til að veiðar á síld í Norðursjó á næsta ári takmarkist við 480 þúsund tonn. Kvóti yfirstandandi árs er 405 þúsund tonn þannig að aukningin nemur 18,5%.

Ríki Evrópusambandsins og Noregur nýta síldarstofninn í Norðursjó í sameiningu.