Ráðgjöf um veiðar úr síldarstofninum í Norðursjó á næsta ári hljóðar upp á 430 þúsund tonn. Þetta er 40 þús. tonnum minna en úthlutaður kvóti í ár. Evrópusambandsríkin og Noregur nýta þennan stofn í sameiningu.
Í frétt á vef norsku hafrannsóknastofnunarinnar segir að fara þurfi allt aftur til áranna 1998 og 2000 til þess finna góðan árgang af Norðursjávarsíld. Þar af leiðandi sé stofninn á niðurleið.
Á síðustu 50 árum hefur árlegur afli úr þessum síldarstofni sveiflast á milli 11 þús. tonna og 1,2 milljóna tonna. Á eftir makríl og kolmunna er síldin mikilvægasti fiskistofninn í Norðursjó.
Fram kemur að hlutur Norðmanna í síldveiðunum í Norðursjó nemi jafnvirði um 10 milljarða íslenskra króna í aflaverðmæti á ári, en til samanburðar er nefnt að norsk-íslenska síldin hafi gefið Norðmönnum hátt í sextíu milljarða íslenskra árlega.