Útflutningsverðmæti sjávarafurða frá Norðurlöndunum nam 15 milljörðum bandaríkjadala árið 2007 eða jafnvirði 1.830 milljarða íslenskra króna á núverandi gengi. Það gerir Norðurlöndin sem heild að stærsta fiskútflytjenda í heiminum.
Þetta kom fram í erindi sem dr. Grímur Valdimarsson fyrrum forstjóri fiskafurða- og fiskiðnaðardeildar Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) flutti á ráðstefnu í Noregi ekki alls fyrir löngu.
Af einstökum löndum er Kína stærsti fiskútflytjandi í heimi en næst á eftir kemur Noregur. Athygli vekur að Danmörk er í 5. sæti en Ísland í 15. sæti enda þótt Íslendingar séu mun stærri fiskveiðiþjóð en Danir.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.