Alls veiddu norsk skip 5.900 tonn af loðnu við Ísland á þessari vertíð, að því er fram kemur á vef samtaka norskra útvegsmanna.
Þar segir að norsk stjórnvöld hafi farið fram á frekari framlengingu á veiðitími Norðmanna hér við land en fengið afsvar. Veiðitímanum lauk á miðnætti síðastliðinn laugardag og hafði hann þá verið framlengdur um eina viku, því samkvæmt fiskveiðisamningi Íslands og Noregs skal loðnuveiðum Norðmanna ljúka 15. febrúar ár hvert.
Norðmenn máttu veiða um 40.000 tonn af loðnu í íslenskri lögsögu á þessari vertíð. Það sem Norðmenn skilja eftir kemur í hlut íslenskra skipa, en Norðmenn fá það síðan bætt á næstu vertíð, samkvæmt gildandi fiskveiðisamningi þjóðanna.