Útflutningur fiskafurða frá Noregi til Póllands hefur aukist hratt undanfarin ár og á síðasta ári var Pólland þriðji stærsti innflytjandi sjávarafurða frá Noregi samkvæmt því sem segir í frétt í Fiskeribladet/Fiskaren. Það sem af er árinu er Pólland í fyrsta sæti að þessu leyti.
Árið 2013 voru fluttar út fiskafurðir frá Noregi til Póllands fyrir 5,72 milljarða norskra króna sem jafngildir um 109 milljörðum íslenskra. Útflutningurinn á fyrsta fjórðungi þessa árs var 1,52 milljarðar norskar eða um 29 miljarðar íslenskra króna sem er 26% aukning frá sama tíma 2013.
Neysla virka daga er mest á þorski og ufsa en á laxi, síld og rækju um helgar.