Samningamenn Norðmanna og Rússa hafa náð samkomulagi um aflaheimildir í Barentshafi á næsta ári. Þorskkvótinn verður 751.000 tonn sem er í samræmi við veiðiráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES). Þetta er 8% aukning frá fyrra ári.
Ýsukvótinn var ákveðinn 318.000 tonn sem einnig er í samræmi við ráðleggingar ICES, en um er að ræða 5% aukningu milli ára.
Loðnukvóti næsta árs verður 320.000 tonn sem í samræmi við stjórnunarreglur um nýtingu loðnustofnsins. Þetta er 16% samdráttur frá fyrra ári.
Loks er að nefna að grálúðukvótinn í Barentshafi verður aukinn úr 15.000 tonnum í 18.000 tonn.
Frá þessu er skýrt á vef samtaka norskra útgerðarmanna.