Samningur um gagnkvæm fiskveiðiréttindi Noregs og Færeyja á árinu 2016 liggur nú fyrir. Hann er á svipuðum nótum og samningurinn fyrir yfirstandandi ár nema hvað Norðmenn fá 15% minna af makríl en þeim er bætt það upp með auknum botnfiskkvóta.

Samkvæmt samningnum mega Færeyingar veiða 4.121 tonn af þorski, 900 tonn af ýsu, 800 tonn af ufsa og 200 tonn af öðrum tegundum í Barentshafi.

Á móti mega norsk skip veiða 2.000 tonn af löngu/blálöngu, 1700 tonn af keilu, 567 tonn af ufsa og 800 tonn af öðrum tegundum í færeyskri lögsögu. Þá fá Norðmenn 4.369 tonna makrílkvóta á árinu 2015 sem veiða má hvort heldur sem er í færeyskri lögsögu, norskri lögsögu eða á alþjóðlegu hafsvæði.