Norðmenn og ESB hafa einhliða samið um skiptingu makrílkvóta fyrir árið 2013.
Samkomulagið felur í sér að norsk skip megi veiða 154 þúsund tonn en ESB-skip megi veiða 336 þúsund tonn.
Á vef samtaka norskra útvegsmanna kemur fram að í samkomulaginu sé gengið út frá því að Rússland, Ísland og Færeyjar skipti með sér þeim 10% sem eftir standa af heildarkvótanum!
Norðmenn og ESB hafa því sem fyrr tekið sér 90% af heildarkvótanum en ætla öðrum þjóðum að skipta tæpum 50 þúsund tonnum á milli sín.