Atvinnuvegaráðuneytið hefur gefið út reglugerðir um loðnuveiðar á komandi vertíð. Norðmenn fá bróðurpartinn af útgefnum heidlarkvóta að þessu sinni. Hlutur þeirra er 34.685 tonn sem þeir geta veitt allan í íslenskri lögsögu.
Grænlenskum skipum er heimilt að veiða samtals 4.840 lestir af loðnu í fiskveiðilandhelgi Íslands.
Íslendingar bera skarðastan hlut frá borði, fá að veiða 2.275 tonn, en frá þeim kvóta dragast 121 tonn í byggðapotta, þannig að úthlutun til skipanna nemur 2.154 tonnum.
Eins og áður hefur verið tíundað stafar stærstur hluti loðnukvóta Norðmanna að þessu sinni af tilfærslu á loðnuheimildum frá Íslandi í skiptum fyrir þorskkvóta í Barentshafi í samræmi við Smugusamninginn svokallaða.