Langt er liðið á makrílvertíð Norðmanna. Af 189.000 tonna heildarkvóta er búið að veiða 157.000 tonn. Þar af hefur bróðurparturinn eða 130.000 tonn veiðst innan norskra lögsögu.
Í frétt á vef samtaka norskra útvegsmanna kemur fram að næstum 100 þúsund tonn hafi veiðst vestur af Aktivneset, rétt norðan við 62. breiddargráðu, innan svæðis sem er 55 sinnum 68 sjómílur að stærð.