Hrefnuvertíð Norðmanna er nú að ljúka og er ljóst að aflinn verður um fjórðungi meiri en í fyrra. Þegar síðast fréttist höfðu 566 dýr veiðst en á allri vertíðinni í fyrra veiddust um 450 hrefnur.
Því fer fjarri að náðst hafi að veiða upp í hrefnukvótann á síðustu árum og munar þar meira en helmingi. Kvótinn í ár er 1.286 dýr og í fyrra var hann 1.236 dýr. Kvótinn tekur mið af vísindalegri ráðgjöf.