Norska sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út kvóta í norsk-íslensku síldinni til norskra skipa fyrir árið 2013. Kvótinn verður 377.590 tonn, að því er fram kemur á vef norska síldarsamlagsins.

Kvótinn er ákveðinn með þeim fyrirvara að strandríkin eiga enn eftir koma sér saman um stjórn veiðanna á árinu 2013.

Af norska kvótanum fara um 175 þúsund tonn til hringnótaskipa og 32 þúsund tonn til togveiða. Strandveiðiflotinn fær 166 þúsund tonn.