ff
Norðmenn fluttu út sjávarafurðir fyrir 51,6 milljarða NOK árið 2012 (1.190 milljarða ISK). Þetta er um 1,8 milljarða króna samdráttur frá árinu áður.
Þrátt fyrir samdrátt er Noregur stærsti útflytjandinn á sjávarafurðum bæði til ESB og Rússlands. Um 20% af sjávarafurðum í ESB hafa norskan uppruna og um 38% sjávarafurða í Rússlandi.
ESB er mikilvægasta markaðssvæðið fyrir norskar sjávarafurðir. Um 57% af útflutningi þeirra fóru þangað. Útflutningurinn til ESB var 29,6 milljarðar NOK árið 2012 (683 milljarðar ISK). Rússland er mikilvægasta einstaka landið. Þangað voru fluttar sjávarafurðir fyrir 6 milljarða NOK (138 milljarðar ISK). Annað stærsta markaðslandið er Frakkland með 4,9 milljarða NOK (113 milljarðar ISK).
Útflutningur á laxi og öðrum eldisfiski jókst um 600 milljónir NOK og nam 31,5 milljörðum NOK. Fiskeldi er þannig með um 61% af heildarútflutningi sjávarafurða frá Noregi 2012.