Norðmenn flutti út 2.800 tonn af sykursöltuðum hrognum úr hvítfiski á síðasta ári. Meðalverðið var 19,39 krónur norskar á kíló (448 ISK). Megnið af hrognunum kemur frá strandveiðflotanum. Lágmarksverð á þorskhrognum til útgerða var sjö krónur (161 ISK).
Svíþjóð er hefðbundinn markaður fyrir hrognin. Einnig hefur opnast markaður fyrir hrogn frá Noregi í Japan og þar býðst verð sem er meira en tvöfalt það verð sem Norðmenn fá annars staðar. Neysla á hrognum er að aukast í Japan. Norðmenn hyggja gott til glóðarinnar en vandinn er sá að Japanir vilja helst fá hrognin fersk og salta og krydda þau sjálfir. Hins vegar er erfiðleikum bundið að flytja hrognin fersk alla leið til Japans.