Útflutningur Norðmanna á frystri loðnu á fyrri helmingi þessa árs nam 70.000 tonnum sem er 2.000 tonnum meira en á sama tíma í fyrra.
Meðalverðið var 4,11 norskar krónur kílóið eða jafnvirði 86 íslenskra króna. Þetta er 1,10 NOK eða 23 ISK lægra en meðalverðið í fyrra á sama tímabili.
Stærstu viðskiptalöndin voru Rússland, Kína, Japan og Úkraína.