Norski sjávarútvegsráðherrann, Per Sandberg, hefur ákveðið að hækka hlutdeild Norðmanna í ráðlögðum heildarkvóta norsk-íslenskrar síldar úr 61% í 67% á næsta ári. Kvóti Noregs verður þá 433 þúsund tonn eða næstum 40 þúsund tonnum hærri en annars hefði orðið.
Í frétt frá norska sjávarútvegsráðuneytinu segir að eftir margra ára samningaviðræður hefðu strandríkin því miður ekki komið sér saman um skiptingu heildarkvótans. Noregur hefðu fram að þessu haldið sig við hina hefðbundnu skiptingu meðan önnur ríki hefðu tekið sér aukna hlutdeild.