Norðmenn stefna að því að auka fiskeldi sitt um 5%. Það svarar til um 60 þúsund tonna viðbótarframleiðslu á eldisfiski, að því er fram kemur á vef FiskerForum.

Aukning fiskeldis hefur verið samþykkt í norsku ríkisstjórninni. Málið á þó eftir að fara fyrir Stórþingið. Samþykkt ríkistjórnarinnar er háð því að gerðar verði strangari umhverfiskröfur til laxeldis, meðal annars að laxalús verði haldið niðri við mun lægri mörk en áður hafa gilt.