Norska síldarsamlagið og samtök fiskiðnaðarins í Noregi hafa náð samkomulagi um lágmarksverð á makríl á vertíðinni.
Sem dæmi má nefna að lágmarksverðið fyrir stærsta makrílinn, 500 grömm og þyngri, er 7,50 NOK eða jafnvirði 141 ISK.
450 gramma makríll er verðlagður á 118 ISK; 400 gramma fiskur á 104 ISK; 350 gramma makríll á 90 ISK; og síðan lækkar verðið enn þannig að makríll undir 250 grömmum er verðlagður á 66 ISK.