Stofnvísitala norsk-íslenska síldarstofnsins er sjö prósent hærri en í fyrra. Það er innan skekkjumarka og því telst vísitalan svipuð því sem hún var þá. Á hinn bóginn virðist niðursveiflan sem einkennt hefur þennan síldastofn síðustu 5-6 árin hafi stöðvast.

Þetta kemur fram á vef norsku hafrannsóknastofnunarinnar og eru niðurstaða sameiginlegs síldarleiðangurs Noregs, Íslands, Færeyja og ESB (Danmerkur) sem fram fór nú í vor.

Árgangurinn frá 2004 hefur borið uppi veiðar úr stofninum nú í nokkur ár og gerir enn. Á hinn bóginn eru vísbendingar um að yngri fiskur sé að koma inn í stofninn, sérstaklega 2009 árgangurinn þótt hann sé ekki jafnstór og stóru árgangarnir frá 2002 og 2004.