Hver jarðarbúi borðar fjórum sinnum meira af sjávarafurðum en tíðkaðist árið 1950 og nú er helmingur fiskmáltíða í heiminum unninn úr eldisfiski, að því er fram kemur í nýrri skýrslu frá alþjóðlegu stofnuninni Worldwatch Institute. Fiskeldi hefur vaxið til að mæta ört vaxandi eftirspurn eftir sjávarafurðum. Meðalneysla á eldisfiski hefur vaxið um 1000% frá árinu 1970 á sama tíma og kjötneysla á mann hefur aukist um 60%. Í skýrslunni er þess getið að þrátt fyrir gagnrýni á fiskeldi, varðandi mengun, hollustu og fleira sé ör vöxtur fiskeldis þvert á móti ein stærsta vonin til bæta matvælakerfi heimsins. Fréttavefurinn fis.com segir frá þessu.