Netaralli Hafrannsóknastofnunar lauk í síðustu viku. Sex bátar tóku þátt í rallinu vítt og breitt við landið. Heildaraflinn var tæp 900 tonn af þorski sem er heldur minni afli en í fyrra, að því er Valur Bogason verkefnastjóri sagði í samtali við Fiskifréttir.
„Aflinn var mjög góður á öllum svæðum eins og við gerðum ráð fyrir. Þetta er eftir bókinni. Frá árinu 2012 hefur þorskveiðin verið að rokka frá 900 tonnum upp í 1.000 tonn. Þetta er aðeins breytilegt á milli ára og milli svæða, allt eftir aðstæðum hverju sinni,“ sagði Valur.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum sem koma út í dag.