Samþykkt frumvarpa stjórnvalda um breytingar á stjórn fiskveiða myndu leiða til 320 milljarða króna neikvæðra áhrifa á sjóðsstreymi sjávarútvegsfyrirtækja á 15 ára tímabili. Þannig færi sjóðsstreymi fyrirtækjanna úr því að vera jákvætt um 150 milljarða í það að verða neikvætt um 170 milljarða króna samkvæmt úttekt endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte.

Þetta kom fram í ræðu Adolfs Guðmundssonar, formanns Landssambands íslenskra útvegsmanna, á aðalfundi sambandsins í dag.

Adolf sagði einnig í ræðu sinni að næðu áformin fram að ganga bæri samkvæmt lögum um ársreikninga og samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum að afskrifa og gjaldfæra allar keyptar aflaheimildir strax eða rúma 210 milljarða með tilheyrandi áhrifum á eigið fé fyrirtækjanna. „Þetta myndi leiða af sér fjöldagjaldþrot í greininni með tilheyrandi áhrifum á lánastofnanir."

Ræða Adolfs í heild.