SaliZyme nefskol er ný vara sem unnið er að hjá Ensímtækni efh. Varan er byggð á Penzyme tækninni sem í felst notkun og nýting á hreinsuðum þorskatrypsínum.

Helstu markmið verkefnisins voru að kanna örveruhemjandi eiginleika SaliZyme gagnvart örverum sem sýkja efri öndunarveg og erfitt er að meðhöndla. Niðurstöðurnar sem fengust og sýndu örveruhemjandi eiginleika ensímsins munu reynast vel þegar kemur að notagildi, markaðsetningu og sölu á SaliZyme. SaliZyme nefskol mun verða selt sem heilsuvara í Evrópu í samvinnu við markaðsdrifin lyfja og líftæknifyrirtæki.

Sjá nánar á www.avs.is