Strandveiðar verða með sama sniði á komandi sumri og í fyrrasumar. Alls verður úthlutað 6.000 tonnum sem fyrr. Miðunum er skipt upp í fjögur veiðisvæði, hin sömu og síðast, og afla á hverju svæði er skipt á mánuðina maí, júní, júlí og ágúst.

Eina breytingin sem gerð er frá fyrra ári er sú að tilfærsla hefur verið gerð milli tímabila á svæði C, þar sem skiptingin var á fyrra ári þannig að hlutfallslega meira kom áður til veiða á fyrri hluta tímabilsins. Byggir þessi breyting á reynslu síðasta árs.

Sjá nánar á vef sjávarútvegsráðuneytisins .