Í skýrslunni „Lagareldi, mannauður og menntun“ sem Sjávarútvegsmiðstöð Háskólans á Akureyri (SHA) vann fyrir matvælaráðuneytið segir að efla þurfi nám í lagareldi og samhæfa það öflugu fagháskólanámi sem spanni bæði framhalds- og háskólastig.

Þetta kemur fram á vef matvælaráðuneytisins.

„Einnig kemur fram að fyrirtæki í lagareldi þurfi að marka sér skýra mannauðsstefnu og auka þurfi námsframboð þeirra háskóla sem nú þegar bjóða upp á nám í lagareldi á háskólastigi, svo sem Háskólans á Hólum. Færa þurfi námið upp á BS stig og samhæfa framboð annarra háskóla sem bjóða upp á almennt háskólanám í takt við þarfir fiskeldis. Kynna þurfi atvinnugreinina á meðal nemenda í efstu bekkjum grunnskóla, til þess mætti nýta hugmyndafræði Fiskeldisskóla unga fólksins sem nú þegar er starfræktur,“ segir áfram á vef matvælaráðuneytisins.

Fagráð fyrirtækja og opinberra aðila

Þá segir að lagt sé til í skýrslu SHA að fagráð um nám í lagareldi verði stofnað. Í því verði meðal annarra fulltrúar fyrirtækja í lagareldi, fulltrúar frá ráðuneytum matvæla og menntamála og hagaðilum.

„Að auki kemur fram í skýrslunni að tryggja þurfi nægt fjármagn til að eftirlitsstofnanir og aðrar stofnanir sem koma að lagareldi geti ráðið það starfsfólk sem þarf til að stofnanirnar geti sinnt sínum lögbundnu hlutverkum og að starfsfólk viðkomandi stofnana eigi kost á viðbótar- og endurmenntun,“ segir á vef matvælaráðuneytisins.

Viðhorfskönnun meðal fyrirtækja í lagareldi og sveitarfélaga

Einnig kemur fram að í skýrslu SHA sé yfirlit um nám og námsframboð í fiskeldi á Íslandi. Það sé borið saman við Noreg og Færeyjar. Sagt sé frá niðurstöðum viðhorfskönnunar meðal fyrirtækja í lagareldi og sveitarfélaga þar sem reynt hafi verið að leggja mat á þarfir og óskir hvað varðar starfsfólk, menntun og reynslu og aðra þætti sem nauðsynlegir séu til að efla hag fiskeldis á Íslandi.

Umrædda skýrslu SHA er að finna hér.

Í skýrslunni „Lagareldi, mannauður og menntun“ sem Sjávarútvegsmiðstöð Háskólans á Akureyri (SHA) vann fyrir matvælaráðuneytið segir að efla þurfi nám í lagareldi og samhæfa það öflugu fagháskólanámi sem spanni bæði framhalds- og háskólastig.

Þetta kemur fram á vef matvælaráðuneytisins.

„Einnig kemur fram að fyrirtæki í lagareldi þurfi að marka sér skýra mannauðsstefnu og auka þurfi námsframboð þeirra háskóla sem nú þegar bjóða upp á nám í lagareldi á háskólastigi, svo sem Háskólans á Hólum. Færa þurfi námið upp á BS stig og samhæfa framboð annarra háskóla sem bjóða upp á almennt háskólanám í takt við þarfir fiskeldis. Kynna þurfi atvinnugreinina á meðal nemenda í efstu bekkjum grunnskóla, til þess mætti nýta hugmyndafræði Fiskeldisskóla unga fólksins sem nú þegar er starfræktur,“ segir áfram á vef matvælaráðuneytisins.

Fagráð fyrirtækja og opinberra aðila

Þá segir að lagt sé til í skýrslu SHA að fagráð um nám í lagareldi verði stofnað. Í því verði meðal annarra fulltrúar fyrirtækja í lagareldi, fulltrúar frá ráðuneytum matvæla og menntamála og hagaðilum.

„Að auki kemur fram í skýrslunni að tryggja þurfi nægt fjármagn til að eftirlitsstofnanir og aðrar stofnanir sem koma að lagareldi geti ráðið það starfsfólk sem þarf til að stofnanirnar geti sinnt sínum lögbundnu hlutverkum og að starfsfólk viðkomandi stofnana eigi kost á viðbótar- og endurmenntun,“ segir á vef matvælaráðuneytisins.

Viðhorfskönnun meðal fyrirtækja í lagareldi og sveitarfélaga

Einnig kemur fram að í skýrslu SHA sé yfirlit um nám og námsframboð í fiskeldi á Íslandi. Það sé borið saman við Noreg og Færeyjar. Sagt sé frá niðurstöðum viðhorfskönnunar meðal fyrirtækja í lagareldi og sveitarfélaga þar sem reynt hafi verið að leggja mat á þarfir og óskir hvað varðar starfsfólk, menntun og reynslu og aðra þætti sem nauðsynlegir séu til að efla hag fiskeldis á Íslandi.

Umrædda skýrslu SHA er að finna hér.