Námslínan „Stjórnendur í sjávarútvegi“ mun hefja göngu sína í þriðja sinn í september 2016.

Námslínan er samstarfsverkefni Opna háskólans í HR og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og var hún kennd fyrst vorið 2014 við góðar undirtektir.

Kennsla byggist að miklu leyti á hagnýtum verkefnum tengdum atvinnulífi og alþjóðaumhverfi. Einnig er áhersla lögð á persónulega þróun þátttakenda með það að leiðarljósi að efla og styrkja stjórnendur til að takast á við áskoranir í síbreytilegu samkeppnisumhverfi.

Í fréttatilkynningu segir að að námslínunni komi margir af færustu sérfræðingum Háskólans í Reykjavík auk samstarfsaðila úr íslensku atvinnulífi sem allir hafi mikla reynslu á sínu sviði, bæði af framkvæmd og kennslu.

Nánari lýsingar og umsagnir nemenda hér.