Markaðsverð á helstu botnfiskafurðum Íslendinga í erlendri mynt er mjög hátt um þessar mundir og slagar hátt í toppverðið sem tíðkaðist fyrir efnahagshrunið árið 2008, segir Friðleifur Friðleifsson sölustjóri frystra afurða hjá Iceland Seafood í viðtali í nýjustu Fiskifréttum.
Þetta á jafnt við um þorsk, ýsu og ufsa. Þorskurinn var sú botnfisktegund sem féll mest í verði við efnahagshrunið í erlendri mynt en núna er verðið nálægt því sem það varð hæst fyrir hrun.
Raunar er ufsaverðið sennilega hærra nú en það var fyrir hrunið. Þá er verð á karfa einnig mjög gott í erlendri mynt.
Sjá nánar viðtal við Friðleif í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu.