Nýtt upplýsingakerfi fyrir sæfarendur er nú að líta dagsins ljós frá fyrirtækinu Marsýn. Kerfið gefur nákvæmar upplýsingar um eðlisþætti sjávar í mikilli upplausn og í þrívídd. Í því er einnig að finna spár fyrir næstu daga.
Kerfið spáir fyrir um um ölduhæð, staðsetningu hitaskila, lagskiptingu og strauma. Fyrstu spár má finna á vefnum marsyn.is. Um er að ræða spár um hita, seltu, strauma og ölduhæð sem eru uppfærðar á sjálfvirkan hátt.
Upplýsingakerfi Marsýnar verður markaðssett í gegnum Tracwell og verður þjónustan kynnt á Íslensku sjávarútvegssýningunni 25. til 27. september.
Sjá nánar umfjöllun í nýjustu Fiskifréttum.