Á fyrri helmingi þessa árs fluttu Norðmenn út fisk og fiskafurðir fyrir jafnvirði 589 milljarða íslenskra króna sem er 95 milljörðum króna meira en á sama tíma í fyrra.
Aldrei fyrr hefur verðmæti norskra sjávarafurða náð slíkum hæðum á fyrri helmingi árs. Þróunina má fyrst og fremst rekja til þess að eftirspurn eftir laxi hefur aukist meira en framboðið. Einnig hefur verið góð eftirspurn eftir þorskafurðum á hefðbundnum mörkuðum, að því er forstöðumaður markaðsdeildar Norska sjávarafurðaráðsins segir.