Arnarstapi er vinsæl smábátahöfn, ekki síst þegar strandveiðar hefjast. Fjöldi strandveiðibáta er nú á Arnarstapa. Guðmundur Ívarsson hafnarvörður segir í samtali við Skessuhorn að í dag séu 47 bátar á sjó eða að landa á Arnarstapa.
Guðmundur segir að aflabrögð hafi verið mjög góð þegar gefið hafi. Þeir bátar sem hafi kvóta hafa komið með allt að þrjú tonn að landi. Strandveiðiflotinn náði allur sínum dagsskammti í gær, að sögn Guðmundar.