Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur fengið Berglindi Lilju Guðlaugsdóttur næringarfræðing til þess að sjá um námskeið fyrir kokka og matráða fyrirtækisins í næstu viku.

„Á námskeiðinu verður farið yfir grunnatriði í næringarfræði og ræddar leiðir til að tryggja að sá matur sem í boði er hjá fyrirtækinu sé hollur og næringarríkur,“ segir í frásögn Síldarvinnslunnar. „Kennari er Norðfirðingurinn Berglind Lilja Guðlaugsdóttir, en hún er klíknískur næringarfræðingur, doktorsnemi og aðjúknt í næringarfræði við Háskóla Íslands. Námskeiðið er hluti af yfirstandandi heilsueflingarverkefni Síldarvinnslunnar.“