Nýja Nærabergið í Færeyjum, sem hefur verið á kolmunnaveiðum sunnarlega í færeysku lögsögunni, hóf siglingu til lands í nótt með 3.200 tonn af heilfrystum kolmunna. Þetta er stærsti farmur úr einni veiðiferð sem færeyskt skip hefur fært á land.
Túrinn tók þrjár vikur, þar af lágu þeir aðgerðarlausir í eina viku vegna illviðra. Í áhöfn Nærabergsins er 41 maður.
Nýja Nærabergið var keypt frá Hollandi og kom til Færeyja fyrir síðustu jól. Það leysti af hólmi eldra skip með sama nafni.
Þetta kemur fram á færeyska vefnum portal.fo