Í nýju fiskveiðilagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að verði heildarkvóti í þorski, ýsu, ufsa og steinbít aukinn skuli 55% aukningarinnar renna til skipa með aflahlutdeild en 45% í svonefnda byggðapotta sem kallaðir eru strandveiðihluti, byggðahluti, leiguhluti, línuívilnunarhluti og bótahluti.
Á þeim tímapunkti þegar leyfilegur heildarafli þessara fisktegunda fer yfir meðalafla fiskveiðiáranna 1990/91-2010/11 skal aukning skiptast jafnt (50/50) milli aflahlutdeildarskipanna og pottanna.