Afli íslenskra skipa árið 2010 var rúm 1.063 þúsund tonn, 66 þúsund tonnum minni en árið 2009. Aflaverðmæti nam tæpum 133 milljörðum króna og jókst um 15,2% frá fyrra ári, eða um 11% ef mælt er á föstu verði.
Þetta kemur fram í nýútkomnu riti Hagstofunnar um afla og aflaverðmæti árið 2010.
Stærsti hluti afla íslenskra fiskiskipa var unninn á Austurlandi en þar var mestum uppsjávarafla landað. Stærsti hluti botnfiskaflans var unninn á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum eða 45%. Af þorskaflanum fór mest í landfrystingu og einnig stærsti hluti ýsuaflans.