Áhugi á úthafsrækjuveiðum hefur glæðst mikið í vor og sumar sem sést best á því að alls hafa 47 skip og bátar landað úthafsrækju á þessu fiskveiðiári að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.
Skipunum hefur stórfjölgað á síðustu vikum. Veiðarnar eru utan kvóta en stjórnvöld hafa gefið í skyn að breyting gæti orðið á stjórn veiðanna í haust.
Búið er að veiða 6.900 tonn á miðunum við norðanvert landið en Hafrannsóknastofnun lagði til 5.000 tonna hámarksafla á því svæði. Á svæðinu við Snæfellsnes sem einnig telst til úthafsrækjumiða var í fyrradag búið að veiða 755 tonn en hámarksafli þar er 1.000 tonn.
Sjá nánar í Fiskifréttum sem komu út í dag.