Alþjóðasamtök fiskmjölsframleiðenda (IFFO) hafa gefið út myndband til að kynna alþjóðlega staðla um ábyrga fiskimjölsframleiðslu.
Myndin er átta mínútna löng og sýnir ferlið frá móttöku hráefnis, vinnslu mjöls og lýsis og þaðan í fóðurframleiðslu, fiskeldi og loks eldisfisk á borð neytenda. Myndin var kynnt á ársfundi IFFO nýlega og hana má einnig finna á YouTube, sjá hér: