Fiskeldisfélagið Arctic Fish hefur tekið í notkun myndavélar frá Optoscale sem eru útbúnar gervigreind til að meta fisk í sjókvíum.

Þetta kemur fram á Facebooksíðu Arctic Fish.

„Vélarnar taka þúsundir mynda á sólarhring og þannig getum við séð niður á kví, vöxt og heilsufar fiska í þeim kvíum sem við erum með þessar myndavélar í.

Til dæmis sýnir kerfið okkur hversu mikil meðalvöxtur er á sólarhring í grömmum. Hvort sár séu á fiskinum og hvort þau séu að gróa eða aukast. Þyngd fisksins og frávik þyngdar, það er til dæmis ef meðalþyngdin er 3 kg. þá sjáum við hversu hátt hlutfall fiskanna er 1-2 kg, 2-3 kg, 3-4 kg, 4-5 kg og svo framvegis.

Einnig telur kerfið lús og greinir þroskastig hennar og tegund. Með innleiðingu á þessum vélum höfum við enn betri yfirsýn yfir það sem gerist undir sjávarmáli á eldisstöðvunum okkar. Einnig er í þróun greiningartól sem metur kynþroskastig fisksins,“ segir í færslu Arctic Fish.

Kveðst Arctic Fish alltaf vera að leita leiða til að gera betur og að þetta sé eitt af þeim tækjum sem hjálpi félaginu til þess.