Fráfarandi forstjóri kanadíska matvælafyrirtækis High Liner Foods, Henry Demone, fær myndarlega kveðjugjöf, eða um 2,7 milljónir Kanadadollara sem samsvarar rúmum 250 milljónum íslenskra króna. Frá þessu er greint á vef SeafoodSource .

Sem kunnugt er keypti High Liner Foods eignir Icelandic Group í Bandaríkjunum í lok árs 2011.

Demone fær þessa lokagreiðslu til viðbótar við árslaun hans sem hafa hækkað talsvert eftir 2014 en þá voru þau 2,3 milljónir CAD eða 216 milljónir ISK. Keith Decker, sem tók við af Demone sem forstjóri High Liner Foods, er hins vegar með tæpar 1,7 milljónir CAD í árslaun eða tæpar 160 milljónir ISK.