Innan Evrópusambandsins hefur músaprófið svokallaða verið hin opinbera, löggilta aðferð í þess að ganga úr skugga um hvort skelfiskur, svo sem ostrur og kræklingur, sé eitraður eða ekki.

Prófið fer þannig fram að þrjár mýs eru sprautaðar með meltingarvökva úr skelfiskinum og ef tvær eða þrjár músanna drepast innan sólarhrings er skelfiskurinn talinn eitraður og óhæfur til neyslu og viðkomandi veiðisvæði lokað.

Músaprófið hefur sætt vaxandi gagnrýni bæði vegna þess að það er talið andstætt dýraverndarsjónarmiðum og eins vegna þess að skelfiskframleiðendur telja það óáreiðanlegt.

Nú hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkt nýja leið til þess að hafa eftirlit með hollustu skelfisks sem byggir á efnafræðilegri aðferð. Músaprófið er því ekki lengur hin opinbera aðferð, að því er segir á vefnum Seafood Source.