Fiskistofa hefur nú úthlutað aflamarki í úthafskarfa, norsk-íslenskri síld, kolmunna og norðuríshafsþorski í norskri efnahagslögsögu vegna ársins 2016. Heildarúthlutunin í ár nemur samtals 177 þúsund tonnum en var 271 þúsund tonn árið 2015. Mestu munar um 93.000 tonna niðurskurð á kolmunnakvóta Íslendinga milli ára.
Úthlutunin er eftirfarandi:
Þorskur í norskri lögsögu 7.726 tonn (var 6.913 tonn árið 2015)
Úthafskarfi 2.595 tonn (var 3.243 tonn)
Norsk-íslensk síld 45.222 tonn (var 45.926 tonn).
Kolmunni 121.641 tonn (var 215.045).
Innifaldar í þessum tölum eru eftirstöðvar kvóta frá fyrra ári og sérstakar úthlutanir.