Minna hefur veiðst af hákarli í ár en á sama tíma í fyrra. Samkvæmt upplýsingum af vef Fiskistofu hafa togara landað rúmum 3,5 tonnum af hákarli það sem af er árinu en á sama tíma í fyrra höfðu togarar landað 13,7 tonnum.
Hreini Björgvinssyni hákarlasjómanni hefur þó gengið sæmilega . Hann lagði fyrir hákarl úti af Vopnafirði í lok maí og hefur fengið níu væna hákarla síðan. „Ég er með sextán öngla og beiti sel og hnísu. Mest hef ég fengi fjóra í róðri og þeir hafa verið á bilinu átta hundruð kíló til tonn á þyngd.“
Sjá nánar í Fiskifréttum.