Íslensk skip hafa á fyrsta þriðjungi fiskveiðiársins veitt 58.500 tonn af þorski eða 39% af leyfilegum heildarafla. Á sama tíma í fyrra var heildarþorskaflinn 45.700 tonn og nýtingarhlutfallið tæp 29%, samkvæmt upplýsingum Fiskistofu.

Ýsuafli er á fyrstu fjórum mánuðum fiskveiðiársins orðinn rúm 22.000 tonn og hafa íslensk skip því nýtt 35% af leyfilegum heildarafla. Á sama tíma í fyrra var ýsuaflinn nokkuð meiri eða um 30.000 tonn og skipin þá nýtt 32% af heildaraflanum. Þess má geta að heildaraflamarkið á síðasta fiskveiðiári var þá 93.000 tonn en er nú 63.000 tonn.

Nánar á vef Fiskistofu, HÉR